Ólafur Bragi Jónsson Akstursíþróttamaður ársins 2013

28.10.2013

olafur-bragi-jonsson

Ólafur Bragi Jónsson var útnefndur Akstursíþróttamaður ársins 2013 hjá Akstursíþróttasambandi Íslands. Guðbergur Reynisson formaður AKÍS tilkynnti valið og afhenti verðlaunabikar af þessu tilefni. Verðlaunaafhendingin fór fram laugardaginn 26. október í Lokahófi akstursíþróttamanna. Lokahófið var haldið í umsjón BÍKR í sal Hauka í Hafnarfirði.

Ólafur keppir í Torfærunni í flokki sérútbúinna bíla (Unlimited Class). Hann hóf keppni fyrst árið 2006 á bíl sínum “Refnum” og lauk þá keppnistímabilinu í 6. sæti. Ári síðar mætti hann og endaði í 2. sæti og hampaði svo sínum fyrsta Íslandsmeistaratitili árið 2008. Ólafur varð Íslandsmeistari í flokki útbúinna jeppa í sandspyrnu árið 2010 og 2011. Ólafur Bragi var Íslandsmeistari í torfæru 2011.

Ólafur Bragi mætti í síðustu tvær keppnir 2012 og vann þær báðar og tryggði sér þannig sinn þriðja Íslandsmeistaratitil í torfæru í röð.

Ólafur Bragi varð annar í íslandsmótinu í ár og varð Norður-Evrópumeistari í sumar í Skien í Noregi.