Niki Lauda Formúlu 1 hetja er látinn

21.5.2019

Akstursíþróttaheimurinn syrgir nú andlát Formúlu 1 hetjunnar Niki Lauda, sem lést í gærkvöldi, 70 ára að aldri.

Niki Lauda vann FIA Formúlu 1 Heimsmeistaramótið árin 1975 og 1977 með Ferrari liðinu en titlarnar voru rofnir með hræðilegu slysi á þýska Grand Prix árið 1976. Lauda fékk þriðju gráðu bruna á höfði og andliti og andaði inn eitruðum lofttegundum sem skemmðu lungu hans eftir að bíll hans varð alelda á Nürburgring.

Þrátt fyrir að vera hársbreidd frá dauða náði austurríski ökumaðurinn ótrúlega skjótum bata og aðeins 40 dögum eftir áreksturinn á Nürburgring, kom Lauda aftur til að keppa í ítalska kappakstrinum.

Nánar um Niki Lauda og slysið á vef FIA.