Meistarakeppni NEZ í torfæru verður haldin á Egilsstöðum helgina 30. júní - 1. júlí 2018.
Þetta er ljóst eftir að Svíar urðu að hætta við að halda NEZ torfærukeppnina í Gotlandi. Akstursíþróttafélagið START á Egilsstöðum var með samþykkta keppni í Íslandsmótinu í torfæru sömu helgi og hefur boðist til að halda NEZ mótið samhliða.
Svíar þurftu að hætta við keppnina vegna þess að stjórnvöld og umhverfisyfirvöld í Svíþjóð heimiluðu ekki keppni á svæðinu sem nota átti.
START hefur haldið fjölmargar keppnir í Mýnesgrúsum við Egilsstaði og verið mikil spenna og barátta og oft frábær tilþrif.