Námskeið fyrir keppnisstjóra

24.5.2023

Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeið fyrir keppnisstjóra í keppnum hjá AKÍS. Eins og með dómnefndarnámskeiðin, þá er það með nýju sniði. Námskeiðið er opið fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast og taka þátt í störfum keppnisstjóra.

Þeir sem skrá sig fá tengil í myndbönd þar sem farið er yfir námsefnið og rætt um það. Þannig getur hver sem er "setið" námskeiðið hvenær sem er sólarhrings, eftir því hvað hverjum er heppilegt.

Síðan verður sameiginlegur verkefnisfundur þar sem farið verður yfir helstu atriði og dæmi leyst.

Til að skrá sig þarf að fara inná skráningarsíðu keppnisstjóra námskeiðsins og fylla út skráningarformið sem þar er að finna.

Komdu og vertu með.
 

Auglýsing fyrir skráningu á keppnisstjóra námskeið 2023