Námskeið fyrir keppnisstjóra og skoðunarmenn

20.5.2012

Dagana 6. og 7. júní verða haldin námskeið fyrir keppnisstjóra og skoðunarmenn. Miðvikudaginn 6. í Reykjavík í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg og fimmtudaginn 7. júní á Akureyri í húsnæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Námskeiðin hefjast bæði kl. 19:30 og á að vera lokið fyrir kl. 22:00

Farið verður yfir helstu þætti hvors fyrir sig og einnig hvernig þau tengjast öðrum starfsmönnum keppna.

Þeir sem verða með þessi námskeið eru Ólafur Kr Guðmundsson, Tryggvi M. Þórðarson og Hjalti Bjarnfinnsson.

Skráning með tölvupósti á asisport@isisport.is.