Námskeið fyrir keppnisstjóra og dómnefndir

21.6.2023

Til að ljúka námskeiðum fyrir keppnisstjóra og dómnefndarmenn þurfa þátttakendur að sitja eilítið próf, en búið er að halda eitt slíkt í Reykjavík og annað á Akureyri.

Nú hefur verið ákveðið að halda aftur prófkvöld í Reykjavík, fimmtudaginn 6. júlí 2023 á skrifstofu AKÍS að Engjavegi 6 í Laugardal.

Eins og áður þá verða þetta krossapróf, en að auki fá þátttakendur í dómnefndarnámskeiðinu að skrifa upp úrskur / dóm. Eftir þetta verður farið fyrir svörin og þau rædd ásamt almennum umræðum.

Þeir sem eru á dómnefndarnámskeiðinu mæti kl. 19:30, en aðrir kl. 20:00.