Motor og Sport Icelandic All Terrain Rally

19.9.2014

Laugardaginn 20. september 2014 fer fram fyrsta Icelandic All Terrain Rally, sem er rallykeppni fyrir jeppa.

Hugmyndina að þessari keppni átti Ian Sykes, sem flutti hingað til lands frá Skotlandi árið 2008. Hann
hafði staðið fyrir jeppakeppnum í einni eða annarri mynd í Skotlandi í mörg ár og velti fyrir sér hvort
grundvöllur væri að gera slíkt hið sama hérlendis. Eftir yfirlegu, umræður og skoðun slóða og sjaldekinna
vega, var ákveðið að skipuleggja þessa keppni.

Al terrain3

Keppnisfyrirkomulagið er eins og í rally, en þar er ekin fyrirfram ákveðin leið sem skipt er í ferjuleiðir og
sérleiðir. Á ferjuleiðum er ekið í almennri umferð eftir umferðarlögum. Á sérleiðum er ekið í kappi við
klukkuna og fengin undanþága frá hámarkshraða og þeim lokað fyrir almennri umferð á meðan keppni
stendur. Þeim er einnig breytt í einstefnuakstursgötu meðan á keppni stendur.

Yfirleitt er gefið út með fyrirvara hvaða leiðir eru eknar, en í þessari Icelandic All Terrain Rally keppni
fá keppendur ekki að vita um keppnisleiðir fyrr en þeim er afhent leiðarbók þegar þeir leggja af stað.
Þetta er algent fyrirkomulag erlendis, en hefur lítt tíðkast hérlendis.

Þetta setur þær kvaðir á keppnisstjórn að gefa út leiðarbók með hættumerkingum og einnig að merkja
sérstaklega með stikum og örvum sömu staði.

Leiðarlýsing: 2014_IATR_Route_Description

Sjá nánar:

iatr.info

facebook.com/rallyiniceland