Keppni nýliða í Rally

1. Skilgreining

Nýliði er ökumaður eða áhöfn sem er á sínu fyrsta ári að keppa í keppnum til Íslandsmeistara.

2. Keppnir
Keppnir sem gefa stig eru þær keppnir sem eru á keppnisdagatalinu og sem keppt er í til Íslandsmeistara.

Keppnir sem hafa aukið skor til Íslandsmeistara gefa sama aukna skor í keppni nýliða.

3. Stigagjöf
Gefin eru stig eftir keppnisflokkum í ralli. Stigagjöf hvers flokks er eins og fer með stigagjöf til Íslandsmeistara.

4. Aukastig
Aukastig eru gefin eftir fjölda keppenda í flokki. Þau eru samkvæmt eftirfarandi töflu:
4 eða færri í flokki engin aukastig
5-7 í flokki aukastig 1 stig
8-11 í flokki aukastig 2 stig
12 eða fleiri í flokki aukastig 3 stig

5. Verðlaunaafhending
Verðlaun fyrir nýliða eru veitt einu sinni á ári, á lokahófi Akstursíþróttasambands Íslands.