Gengi N

1. Gildistími
Þessar reglur gilda til 1.jan 2016.

2. Reglur fyrir
Þessar reglur ná aðeins yfir fólksbifreiðar með fjórhjóladrifi, jeppabifreiðar flokkast undir reglur fyrir gengi J.

Bifreiðar sem smíðaðar eru fyrir gengi WRC og A8 samkvæmt reglum FIA verði bannaðar til Íslandsmeistara.

3. Drifbúnaður
Notkun drifbúnaðar fyrir WRC og A8, þar með taldir gírkassar, mótorar og drif verði bannaður til Íslandsmeistara.

4. Gjaldgengar bifreiðar
Gjaldgengar bifreiðar eru “Clubman gengi A” samkvæmt reglum BIKR og gengi N samkvæmt FIA.

“Clubman gengi A” búnaður samkvæmt BIKR telst vera:

Búnaður fyrir gengi N samkvæmt reglum FIA.
Heimasmíði í styrkingum, spyrnum og öðrum festingum drifrásar og hjólabúnaðar er leyfð svo fremi sem öryggiskröfur eru uppfylltar.
Búnaður fjöðrunar og spyrna er frjáls, þó verður að fylgja takmörkunum FIA um færslur festipunkta.
Notkun er leyfð á svokölluðum “aftermarket” búnaði, það er “insert” og drif sem fara í upphafleg drif- og eða gírkassahús. Dæmi: Driflæsingar og dog-box gír-kit.
Notkun 34mm þrenginga og uppfærslur í gengi A á mótorum er leyfð, þó ekki WRC.
Lágmarks þyngd fjórhjóladrifsbifreiðar er 1230kg.

5. Túrbínur
Allar bifreiðar með túrbínu mótor skulu hafa þrengingu samkvæmt reglum FIA, nema bifreiðar sem hafa undanþágu samkvæmt þessum reglum.

6. Undanþágur
Reglum um undanþágu fyrir bifreiðar með standard mótor frá árinu 2004 skulu standa óbreyttar að eftirfarandi undanskyldu: “Þær bifreiðar sem aka án túrbínuþrengingar skulu í upphafi tímabils skila til BIKR eða Akstursíþróttasambands Íslands aflmælingu á mótor og ef þörf þykir getur keppnisstjóri eða fulltrúi Akstursíþróttasambands Íslands farið fram á endurtekningu. Frávik í mælingu mega ekki vera yfir 15% frá upphaflegu mælingunni, refsing er svifting allra stiga á keppnisárinu”.

Hámarks afl þessara bifreiða má aldrei fara yfir 250 hestöfl.

Til að keppandi geti sótt um undanþágu fyrir turbínu-þrengingu, verða eftirfarandi skilyrði að vera fyrir hendi:

Hreyfill viðkomandi bifreiðar verður að vera upprunalegur frá framleiðanda, í venjulegum fjölskyldubíl nema púst og loftsía, engu öðru má breyta.
Skoðunarmaður frá Akstursíþróttasambandi Íslands má skoða hreyfilinn og innsigla túrbínu, hedd, bensínspíssa og stýribúnað; tölvu og intercooler.
Mjög æskilegt er að mæla afl hreyfils. Sérsmíðaðar keppnisvélar falla ekki undir þessa undanþágu.
Að þessu undangengnu veitir Akstursíþróttasamband Íslands skriflega undanþágu. Verði innsigli rofið í keppni eða utan keppni án samráðs við skoðunarmann Akstursíþróttasambands Íslands fellur undanþágan niður og viðkomandikeppandi verður sektaður. Ef innsigli er rofið að það sé skráð hjá Akstursíþróttasambandi Íslands.
Aðrar breytingar keppnisbifreiðar ættu ekki að koma þessari undanþágu við svo sem bremsur, fjöðrun og drifrás (drif, gírkassi, millikassi).