Eindrifsflokkur í ralli

1. Almennt
Reglur þessar gilda fyrir keppni íslandsmóti í ralli í eindrifsflokki.
Gjaldgengar keppnir eru allar rall keppnir á keppnisdagatali Akstursíþróttasambands Íslands.
Stigagjöf er samkvæmt reglum Akstursíþróttasambands Íslands um stigagjöf til Íslandsmeistara.
Strangt eftirlit skal haft með því að bifreiðar í þessum flokki séu samkvæmt reglum.
Skipaður verður sérstakur eftirlitshópur til að athuga búnað bifreiðanna þegar þurfa þykir eftir eða í keppni á hverju ári. Til dæmis þyngd og búnað.
Heimilt er að skoða keppnisbifreið hvenær sem er með tilliti til þess hvort hún sé samkvæmt reglum. Því geta keppendur eiga von á því að bifreið þeirra sæti rannsókn hvenær sem er yfir keppnistímabilið.

2. Skilgreining
Hæfar bifreiðar í flokknum eru þær sem hafa minna en 2000 rúmsentimetra slagrými vélar, drif á einum öxli og verið fjöldaframleiddir sem venjulegar fólksbifreiðar.

Skoðunarmanni er heimilt, fyrir fyrstu keppni. að skylda bifreiðar sem ekki hafa keppt áður í þessum flokki, að sæta sérstakri öryggisskoðun.

3. Hæfir keppendur
Hæfir keppendur eru allir þeir sem hafa gilt keppnisskírteini Akstursíþróttasambands Íslands eða FIA í akstursíþróttum ásamt gildu ökuskírteni hjá ökumanni.

4. Vél
Óbreytt miðað við upphaflega vél bifreiðar, þó er eftirtalið ávallt frjálst:
Pústgrein, knastáshjól, knastásar, inngjafarbarkar, vatnslás, kerti, kertaþræðir, snúningstakmarkarar, loftsíur, eldsneytissíur, svinghjól og rafstýribúnaður.

Sem sagt, allt sem fer utan á vélina er frjálst en ekki má breyta sveifarás, stimplum, ventlum eða öðru innan í vélinni nema knastásum. Allar gerðir forþjappa eru bannaðar.

Heimilt er að hafa vélar sömu tegundar og boddý hafi viðkomandi vél á annað borð verið framleidd með samskonar vél og fluttir hafa verið inn hingað til lands og skráðir.

Séu vélar með léttu svínghjóli (afrenndu) þá skal bifreiðin vera útbúinn sprengihlíf til varnar kasti í átt að farþegarými bifreiðarinnar.

Heimilt er að skipta um mótorpúða, en staðsetning og fjöldi skal vera óbreyttur. Þessi regla gildir einnig um þá bíla sem eru með stærri skiptimótora.

Óheimilt er að bora vél út meira en 0,5mm.

Heimilt er að plana hedd niður að mörkum framleiðanda vélarinnar.

Hámarkshestöfl eru 230 samkvæmt dyno mælingu.

5. Stýrisbúnaður
Stýrisbúnaður skal vera óbreyttur, en þó er heimilt að skipta um stýrishjól.

6. Gírkassi
Frjálst að breyta kassa eða hlutföllum í kassa. Heimilt er að skipta út gírkassahúsi og setja beintennta gírkassa í bifreiðina. Þó eru rafskiptir gírkassar og sequential óheimilir.

7. Drifrás
Frjáls.

8. Drif
Frjáls.

9. Yfirbygging
Útlit og lögun skal vera óbreytt miðað við upphaflegt útlit bifreiðar. Styrking yfirbyggingar er frjáls. Heimilt er að fjarlægja efni úr yfirbyggingu og setja annað í staðinn.

Sílsalistar, brettaútvíkkanir og aurhlífar eru frjálsar.

Plastrúður eru bannaðar.

Hvalbak er bannað að breyta.

10. Innréttingar
Innréttingu má fjarlægja að undanskildu mælaborði. Setja skal keppnisstóla í bifreiðina, óháð þyngd þeirra.

11. Fjöðrun
Fjöðrun er frjáls, en upphaflega festipunkta við yfirbyggingu, þar með talið festibitar, mótorbiti og þess háttar, verður að nota. Skekkjumörk eru 20 millimetrar, nema að ofan á MacPherson fjöðrunarturni þá 50 millimetrar.

Festingar á höggdeyfum sem virka eingöngu sem slíkir og stjórna ekki ferli hjóla við fjörðun, er frjáls.

12. Hemlar
Hemlar skulu vera upprunalegir og nota upprunalega festipunkta þeirra þó er leyfilegt að skipta út skálabremsum að aftan í staðinn fyrir diskabremsur. Nota má keppnisbremsuvökva og keppnisbremsuklossa og eða -borða.

Heimilt er að nota boraða og eða rákaða diska sem standast almenna bifreiðaskoðun.

13. Sporvídd og hjólhaf
Óbreytt miðað við upphafleg mál á bifreiðinni. Skekkjumörk eru 4 sentimetrar í báðar áttir frá þessum gildum.

14. Felgur
Frjálsar að stærð og gerð.

15. Hjólbarðar
Frjálsir af stærð og gerð.

16. Eldsneytistankur
Staðsetning og gerð eldsneytistanks er frjáls. Allar bensínlagnir skulu vera þannig úr garði gerðar að útlokað sé að leki frá þeim geti orðið í farþegarými ökutækisins (samsetningar í ökurými bannaðar).

Tankur í farþegarými skal vera viðkenndur af FIA til þeirrar notkunar og búnaður samkvæmt því.

17. Útblásturskerfi
Útblásturskerfi er frjálst en skal þó standast lögbundna skoðun.

18. Rafkerfi
Rafkerfi er frjálst, en höfuðrofi skal vera til staðar, samkvæmt reglum Akstursíþróttasambands Íslands.

19. Öryggisbúnaður
Allur öryggisbúnaður skal vera samkvæmt reglum Akstursíþróttasambands Íslands.

20. Undanþága frá reglum
Bifreiðar sem hafa keppt áður í Íslandsmótinu í 1600 og 2000 flokki og verið gjaldgengar í þann flokk munu eiga möguleika á undanþágu. Viðkomandi bifreið þarf að keppa í Íslandsmótinu í eindrifsflokki sumarið 2010. Í fyrstu keppni sem bifreiðin tekur þátt í á árinu 2010 mun hún eiga möguleika á að biðja um þessa undanþágu. Bifreiðin er þá tekin út og er þá undanþágan veitt á bílnúmer og verksmiðjunúmer og tekið skal fram í undanþágunni hvaða atriði eru ekki lögleg samkvæmt nýjum reglum og síðan er veitt undanþága á þau atriði. Mögulegt er að synjun verði á undanþágu ef þau atriði sem sótt er um í undanþágunni gera bifreiðina að yfirburða bifreið. Eftir sumarið 2010 mun ekki vera hægt að sækja um þessar undanþágur.