Óskráð keppnistæki

10629752_780642941977586_8697477242241577338_n

Óskráð keppnistæki ber að skrá hjá AKÍS. Þá er úthlutað sérstöku númeri sem ber að merkja með óafmáanlegum hætti í veltibúr keppnistækisins.

Óskráð keppnistæki eru í sumum tilvikum smíðuð upp úr bílum sem hætt er að nota í umferð. Þar sem ekki er heimilt að nota bíla sem búið er að senda í úrvinnslu er rétta leiðin sú að leggja inn skráningarnúmer viðkomandi ökutækis hjá Samgöngustofa. Þá er aðeins greitt úrvinnslugjald sem er núna 900 krónur á ári.

Sjá nánar um tryggingar óskráðra tækja.