Konur í akstursíþróttum, verkefni AKÍS

31.5.2017

Verkefni AKÍS á vegum FIA varðandi aukinn hlut kvenna í akstursíþróttum er nú komið í gang.

Skipað hefur verið í starfshópa en einn hópur mun í sumar hafa umsjón með skrifum og umfjöllun um þátttöku kvenna í mótorsporti. Einnig mun hópurinn sjá um söfnun efnis, birtingu greina, mynda og fleira á vefsíðu AKÍS, í fjölmiðlum og sem víðast. Verður auk þess leitast við að safna og birta áhugavert erlent efni, m.a. fréttir og myndir tengt konum og mótorsporti. Hægt er að senda ábendingar og/eða efni til hópsins á netfangið motorkonur@gmail.com, eða hafa samband við Guðnýju Guðmarsdóttur sem leiðir vinnu umrædds hóps.