Alþjóðlega Akstursíþróttasambandið (FIA) óskaði eftir tilnefningum frá sérsamböndum í september fyrir nýtt verkefni hjá þeim sem heitir FIA Immersion. Þetta verkefni stendur yfir í tvær vikur og er í tengingu við Motorsport Games sem verða haldnir í Frakklandi dagana 26 - 30. Október nk. https://www.fiamotorsportgames.com/
Í þessu verkefni fær hópur ungs fólk tækifæri til að starfa og vera hluti af FIA.
Við hjá Akstursíþróttasambandinu tilnefndum hana Kolbrúni Vignisdóttir til að taka þátt í þessu verkefni. Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Kolbrún var valin í þetta verkefni en aðeins sex aðilar komust í þetta verkefni og hún var sú eina frá Evrópu í þessum hópi.
Við óskum henni innilega til hamingju og óskum henni góðs gengis.