Íþróttahátíð ÍSÍ 2023

5.1.2024

Í gærkvöldi var mikið um dýrðir á Hótel Hilton Nordica þar sem lýst var kjöri íþróttamanns ársins ásamt því að veittar voru viðurkenningar til íþróttafólks innan íþróttasambanda ÍSÍ.

Akstursíþróttafólk ársins þau Heiða Karen Fylkisdóttir og Daníel Jökull Valdimarsson fengu viðurkenningu frá ÍSÍ, en Linda Dögg Jóhannsdóttir móðir Heiðu Karenar tók við viðurkenningunni fyrir hennar hönd.

Hér til hliðar má sjá þann hóp sem hlaut viðurkenningarnar í gær.

Gísli Þor­geir Kristjáns­son handboltamaður var valinn íþróttamaður ársins 2023 og óskar AKÍS honum til hamingju með titilinn.