Íslandsmeistarar í akstursíþróttum 2014

1.11.2014

Akstursíþróttamenn ársins 2014 verða tilkynntir á lokahófi Akstursíþrótta sem fram fer að kvöldi 1. nóvember.

formannafundur2014

Formannafundur AKÍS hefur valið Akstursíþróttamenn ársins 2014. Einn karl og eina konu sem verður kynnt á lokahófi akstursíþróttamanna í kvöld. Lokahóf Akstursíþróttasambands Íslands verður haldið á Sjallanum á Akureyri.

Í lokahófinu verða krýndir Íslandsmeistarar í öllum greinum akstursíþrótta.

Verðlaunaafhending Íslandsmeistara ársins fer fram að borðhaldi loknu.

Að þessu sinni er Lokahófið í umsjá Bílaklúbbs Akureyrar.

Húsið opnar klukkan 19:00 og borðhald hefst klukkan 21:00.

Athugið að ekki er selt sérstaklega inn á verðlaunaafhendinguna.