Íslandsmeistaramót í Drifti byrjar

23.5.2014

Fyrsta umferð íslandsmótsins í Drift verður haldin laugardaginn 24. Maí.

drift

Drift deild AÍH heldur keppnina og verður hún keyrð á Akstursbraut AÍH í Kapelluhrauni í Hafnarfirði. (gamla rallýkrossbrautin)

12 keppendur hafa skráð sig og þetta stefnir í æsispennandi keppni.

Dagskrá:
Kl. 13:00 hefst undankeppni
Kl. 14:00 hefst svo útsláttarkeppnin sjálf.

Frítt er inn á viðburðinn svo vonandi verður áhorfendamet slegið á driftkeppni í Kapelluhrauninu á laugardaginn.