Íslandsmeistara mót í Rallycrossi Sunnudaginn 22 júní

18.6.2014

RCA er deild innan Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar. Félagið stendur fyrir rallycross keppnum á svæði félagsins við Krýsuvíkurveg. Rallycross er keppni á bílum á hringlaga braut blandaðri af möl og malbiki, brautin er um 1000m

Keppnin verður haldin á Akstursíþróttarsvæði AÍH Krýsuvíkurveg (rallycrossbrautinni í Kapelluhrauni)

Dagskrá keppni

• kl. 09.00 Svæði opnar
• kl. 09.00 Mæting keppenda
• kl. 09.30 Skoðun keppnistækja hefst
• kl. 10.00 Mætingafrestur liðinn
• kl. 11.00 Tímatökur hefjast
• kl. 12.00 Tímatökum lokið
• kl. 12.00 Hlé
• kl. 13.00 Ræsing keppni / fyrsti riðill
• kl. 15.00 Hlé í 15-30 mín fyrir úrslitariðil
• kl. 15.30 Úrslitariðlar ca
• kl. 16.30 Lok keppni
• kl. 16.45 Úrslit keppni
• kl. 17.00 Kærufrestur liðinn
• kl. 17.00 Formleg tilkynning úrslita
• kl. 17.00 verðlaunaafhending

1000 kr inn og frítt fyrir 12 ára og yngri.