Lokaumferð Íslandsmeistaramótsins í Hermikappakstri lauk á laugardaginn.
Keppt var á hinni frægu keppnisbraut SPA í Belgíu, tólf keppendur tóku þátt í þessari umferð á formula 3 bílum.
Það var Karl Thoroddsen sem stóð uppi sem sigurvegari í keppninni.
Þeir sem voru í efstu þremur sætunum í þessari keppni voru:
Karl Thoroddsen
Hákon Jökulsson
Heiðar Benediktsson
Með sigrinum náði Karl að landa Íslandsmeistaratitlinum í Hermikappasktri 2022.
Við óskum Karli innilega til hamingju með sigurinn.