GT Akademían opnar!

21.11.2018

GT Akademían hefur nú nýlega opnað sal í Ármúla 23 með aksturshermum af bestu gerð. Þarna geta átta keppendur keppt sín á milli eða við aðra í ólíkum greinum akstursíþrótta, eins og formulu 1, rally, nascar, rallycross og drifti. Hægt er að stilla "bílnum" upp með mismunandi eiginleikum, velja tegund, dekk, fjöðrun og fleira.

Hreyfihermir er kappaksturssæti sem líkir eftir togkröftum sem myndast í alvöru kappakstursbílum. Þú finnur fyrir því þegar tekið er að stað, bremsað, beygt, keyrt yfir kanta, o.s.frv. Markmiðið er að bjóða upp á aksturs-upplifanir sem eru nær óaðgreinanlegar frá akstri í raunheimum.

AKÍS er spennt fyrir þeim möguleikum sem þessi tækni býður upp á, sérstaklega fyrir þjálfun keppenda og nýliðakennslu og fagnar þessu framtaki.

Sjá nánar á FB síðunni GT Akademían.