Greiðslusíða skráningargjalda

10.8.2017

Greiðslusíða skráningargjalda í keppnir AKÍS getur tekið við greiðslum með Visa og Mastercard kreditkortum ásamt Visa, Electron og Maestro debetkortum. Ekki er tekið við American Express kortum og öðrum sem ekki eru talin upp hér á undan.

Debetkortaflipi fer að detta út, þar sem bankar (útgefendur debetkorta) eru að gera öll kort með 16 tölustöfum eins og kreditkort og þá virka þau kort eins og kreditkortin virka núna.

Visa debet kortin eiga að fara í „Greiðslukort“ þar sem þau eru með þessum 16 tölum, hin kortin fara einnig fljótlega í „Greiðslukort“. Þetta er frekar ruglingslegt á meðan útgefendur korta eru enn með eitthvað af „gömlu“ kortunum í notkun en þessu verður breytt fljótlega.