Girls on Track vinnustofa: Heilsa í akstursíþróttum

25.11.2020

"Heilsa í akstursíþróttum sameinar hraða akstursíþrótta við síbreytileg vísindi læknisfræðinnar. Að geta flutt þekkingu mína frá sjúkrahúsinu yfir á brautina tryggir að ástríður mínar sameinast," segir Dr. Clare Morden, yfirlæknir Brands Hatch, björgunarlæknir FIA formúla E, björgunarlæknir E - TCR, sendiherra Girls on Track og gjörgæslusérfræðingur.

Við erum ótrúlega spennt fyrir að bjóða þér í þessa vinnustofu á netinu! Fáðu innsýn í heim akstursíþróttaheilsu á árinu 2020 sem hefur sannarlega verið krefjandi ár innan sem utan brautar, þar sem við skoðum einnig breytingar á læknisfræðinni síðustu áratugina. Þú færð einnig tækifæri til að taka þátt í sýndar áskorun í hjartahnoði og lærir hvernig allir geta skipt máli.

25. nóvember 2020 - kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Markhópur: Ungar stúlkur og konur um allan heim sem eru fúsar til að læra eitthvað nýtt, sem vilja fá innblástur og eru tilbúnar að koma af stað  breytingum. Að taka þátt er ókeypis og án nokkurra kvaða.

Vinnustofan verður haldin á ensku og rauntíma þýðing verður í boði á spænsku, frönsku og arabísku.