Frestað Lokahóf AKÍS

12.11.2021

Stjórn Akstursíþróttasambands Íslands hefur tekið ákvörðun um að fresta lokahófi sem átti að vera haldið laugardaginn 20 nóvember næstkomandi um óákveðinn tíma
Þessi ákvöðrun er tekin vegna fjölgunar smita vegna Covid-19 og þeirra hertu takmarkana sem munu taka gildi á miðnætti í kvöld. Við þurfum að sýna gott fordæmi og bera samfélagslega ábyrgð í þessu málum.
Þeir sem eiga bókað hótelherbergi geta haft samband við Hótel Natura og afbókað herberginn þau þurfa að vera afbókuð í síðasta lagi á miðvikudaginn svo hótelið fari ekki að krefjast greiðslu.
Við munum endurgreiða þeim sem hafa nælt sér í miða á lokahófið.
Ég vona að þið sýnið þessu skilning.