Framkvæmdastjóri óskast

30.3.2022

Akstursíþróttasamband Íslands leitar að öflugum einstaklingi í starf framkvæmdastjóra sem hefur áhuga, getu og drifkraft til að leiða daglegan rekstur félagsins.

Starfshlutfallið er umsemjanlegt 75-100%. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf í lifandi umhverfi þar sem reynir á frumkvæði, lausnamiðað viðhorf og ríka samskiptahæfni. Starfsvettvangur AKÍS er allt landið.

Framkvæmdastjóri heyrir undir stjórn sambandsins og starfar náið með henni.

Helstu verkefni og ábyrgð

Daglegur rekstur og umsjón með starfsemi sambandsins.

Upplýsingagjöf og samskipti við aðildarfélög.

Menntunar- og hæfniskröfur

Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði.

Reynsla af stjórnunarstörfum og rekstri.

Reynsla af stefnumótunarvinnu og áætlanagerð.

Hæfni í tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja kynningarbréf og starfsferilsskrá.

Umsækjendur vinsamlegast sækið um starfið með að senda tölvupóst á akis@akis.is

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 18. april næstkomandi.