FIA fagnar nýrri ályktun Sameinuðu Þjóðanna um umferðaröryggi

18.4.2016

Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna samþykkti nýlega ályktun til stuðnings samræmdum alþjóðlegum aðgerðum fyrir bætt umferðaröryggi. Þessari ályktun er ætlað að ryðja brautina fyrir stofnun sérstaks umferðaröryggissjóðs Sameinuðu Þjóðanna. Verkefnið hefur fullan stuðning æðstu stjórnar umferðaröryggisnefndar FIA og forseta FIA, Jean Todt, sem er einnig sérstakur ráðgjafi framkvæmdastjóra SÞ vegna umferðaröryggismála.

fia_0064

Sjá frétt FIA um málið hér.

Sérstök vefsíða er tileinkuð verkefninu: www.roadsafety2030.com