FIA: Bílar og slys

12.4.2016

Nýjasta útgáfa af Auto + Medical, sem er alþjóðlegt fréttablað um slysameðhöndlun í akstursíþróttum.

auto-medical

Aðalumfjöllunarefnið er skoðun á því hvernig FIA er að bæta slysameðhöndlun sína fyrir keppendur í World Rally Championship og víðar.

Eftir vel heppnaða Bahrain Grand Prix, útskýrir Amjad Obeid læknir hlutverk hans á staðnum. Þar er fjallað nánar um öryggiskröfur og undirbúning fyrir komandi Evrópu Grand Prix í Baku, Aserbaidsjan.

Í viðtali við GP2 keppandann Daniel de Jong um slys hans á Spa í fyrra er farið yfir alla söguna um bata hans frá árekstrinum sem olli brotnum hryggjarlið. Einnig er tekið til skoðunar ýmis læknisfræðileg atriði og öryggisþættir sem kynnt voru 2015 á árlegu löggjafarþingi alþjóðlega vísindaráði akstursíþrótta (International Council of Motorsport Sciences).

Loks er þarna að finna vísindalega ritgerð, sem var stýrt af John Sabra sem er yfirmaður slysamála á Circuit of the Americas, sem er Formula 1 brautin í Texas. Þar er fjallað um vandamál af hávaða af völdum heyrnarskerðingar á vélknúnum akstursíþróttum og spurt hvort meira þurfi að gera til að auka vitund áhorfenda um þetta efni.

Sjá blaðið hér.