Drift: Úrslit fyrstu umferðar Íslandsmeistaramótsins

23.5.2016

13244042_10207902191346374_3488128834496907777_o

Laugardaginn 21. maí fór fram í rjómablíðu, fyrsta umferð Íslandsmeistaramóts í Drift. Mótið sem er á vegum Akstursíþróttasambands Íslands (AKÍS) var haldið af Driftdeild Akstursíþróttafélags Hafnafjarðar (DDA) og voru 23 keppendur skráðir til leiks. Aðeins einn forfallaðist og mættu því 22 keppendur til leiks, tilbúnir í að leggja allt í sölurnar til að vinna. Keppnin gekk frábærlega fyrir sig og var fyrst keyrð forkeppni þar sem hver ökumaður ekur þrjár umferðir í brautinni og er dæmdur eftir tveimur seinni, gildir sú betri af þeim til stiga. Mest er hægt að fá 100 stig fyrir fullkomna ferð. Dæma dómarar eftir Línu bílsins í gegnum brautina, gráðu á beygju bílsins í brautinni og stíl ökumannins á meðan á akstri stendur.

Eftir að úrslit forkeppninar voru ljós hófst útsláttarkeppni en þar aka keppendur tveir saman hvor á móti öðrum og hefur sá betur sem fær hærri stig frá dómara tríóinu.

Keppnin á laugardaginn var æsispennandi og ljóst að ekkert verður gefið eftir í sumar og baráttan um fyrsta sætið verður mikil. Í lok dags stóð Sigurjón Elí uppi sem sigurvegari en úrslit keppninar í heild sinni urðu þessi:

Sæti Nafn Stig
1 Sigurjón Elí Eiríksson 112
2 Þórir Örn Eyjólfsson 90
3 Patrik Snær Bjarnason 78
4 Aron Jarl Hillers 56
5-6 Ármann Ingi Ingvason 34
5-6 Júlíus Brynjar Kjartansson 34
7-8 Árni Rúnar Kristjánsson 33
7-8 Konráð Karl Antonsson 33
9-12 Birgir Sigurðsson 12
9-12 Haukur Gíslason 12
9-12 Kristjón Sigurður Kristjónsson 12
9-12 Stefán Þór Gunnarsson 12
13-16 Arnar Freyr 11
13-16 Aron Steinn Guðmundsson 11
13-16 Hlynur Skúli Skúlason 11
13-16 Snæþór Ingi Jósepsson 11
17-22 Andri Steinar Jónsson 0
17-22 Arnar Már Arnarsson 0
17-22 Helgi Hrafn Emilsson 0
17-22 Ívar Már Sigurpálsson 0
17-22 Jón Þór 0
17-22 Þórir Már Ingvason 0

Stafsmenn DDA þakka kærlega fyrir frábæra keppni og hlakka til að sjá ykkur 4. júní á annari umferð.

Kv. Skúli Ragnarsson.