Drift: Lokaumferð Íslandsmeistaramóts

11.8.2015

Fjórða og jafnframt seinasta umferð í Íslandsmeistaramóti í Drift fór fram laugardaginn 8. ágúst.
Lauk æfingum fyrir keppnina með örlitlu slysi sem lýsti sér í olíupoll á brautinni, frestaðist því keppnin um 2 klukkutíma á meðan unnið var úr þessu.
Hófst því æsispennandi lokaumferð klukkan 15:00.
18 keppendur voru skráðir í keppnina en tveir þeirra mættu ekki til keppni og sá þriðji heltist úr lestinni í undankeppninni, það voru því 15 ökumenn sem börðust um sætin að þessu sinni. Gaf enginn neitt eftir í þessari keppni og urðu úrslitin þessi:
unnamed
Þessi keppni var síðasti liðurinn í því sem reynst hefur afar spennandi og skemmtilegt Íslandsmeistaramót. Að þessum stigum samanlögðum reynist staða efstu mann í Íslandsmeistaramótaröð AkstursÍþróttasambands Íslands vera þessi:
Nafn Samtals
Þórir Örn Eyjólfsson 398
Fannar Þór Þórhallsson 348
Ríkarður Jón Ragnarsson 282

Sjá nánar hér.


Þórir Örn 


Fannar


Ríkarður

Þórir Örn Eyjólfsson verður því krýndur Íslandsmeistari á lokahófi AKÍS sem haldið verður 31. Október næstkomandi. essi keppni var haldin af Akstursíþróttafélagi Hafnafjarðar og eru æfingar haldnar hvern föstudag á brautinni, endilega kynnið ykkur starfsemi félagsins ef þið hafið áhuga.