Dómaranámskeið í torfæru!

22.3.2019

Spennandi fjögra tíma námskeið undir leiðsögn Jóhanns Björgvinssonar sem er einhver reyndasti torfærudómari landsins og kennari að atvinnu.

Á námskeiðinu er byrjað á að fara yfir helstu keppnisreglur í torfæru, stigareglur og refsingar. Með virkri þáttöku nemenda verða vonandi talsverðar umræður því ljóst er að ólík sjónarmið eru um ýmis vafaatriði.

Farið verður yfir helstu matskenndu reglur og mikilvægi þess að setja sér nokkuð samræmdar reglur um hvernig skuli meðhöndla þær og dæma eftir þeim (t.d. hversu lengi þarf að stoppa til að refsað sé fyrir það)

Í lokaverkefni er spurt út í reglur og dóma og að lokum er horft á tvö myndskeið af sama bíl í tveimur mismunandi brautum og á hver og einn að dæma refsingar eftir þeim myndskeiðum.

Skrá mig á dómaranámskeið!