Breytingar á keppnisreglum í Hringakstri 2021

5.8.2021

Birtar hafa verið uppfærðar keppnisreglur í Hringakstri fyrir árið 2021

Eftirfarandi eru breytingar sem verða á keppnisreglum

 

Regluráð AKÍS hefur að beiðni keppnisráðs í hringakstri, farið yfir breytingu á Keppnisgreinarreglum fyrir tímaat og kappakstur 2021.
Regluráð gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

 

Í samræmi við grein 2.1.g í reglugerð um regluráð AKÍS er lagt til að Keppnisgreinarreglum fyrir tímaat og kappakstur 2021 verði breytt frá og með 5. ágúst 2021.

 

Grein 2.1.3 breytist á þann veg að orðinu „hún“ skipt út fyrir orðið „hann“ til að laga málfarsvillu. Jafnframt er henni skipt upp og aftari hluti hennar gerður að sér undirgrein.

Greinin verður því svohljóðandi eftir breytingu:

 

2.1.3 Ökumaður skal hafa mætt á að lágmarki eina æfingu á þeirri braut sem keppnin fer fram á.

2.1.3.a Keppnisstjóra er heimilt að falla frá þessari reglu telji hann ökumann hafa reynslu sem gefur tilefni til þess.

 

Grein 2.1.4 er lagfærð. Hún endar á tveimur punktum en verður eftir breytingu aðeins með einum punkti í lokin.

 

2.1.4 Í unglingaflokkum (flokkar með "junior" í heiti sínu) má sá keppa sem verður að minnsta kosti 15 ára á árinu.

 

Grein 4.1.3 lagfærð til samræmingar a orðalagi. Orðinu „umferðum“ skipt út fyrir „lotum“ og orðið „keppnis“ skáletrað þar sem það er skilgreint sérstaklega í Reglubókinni.

 

4.1.3 Besti tími ökutækis úr keppnislotum ræður úrslitum í hverjum flokki.

 

Grein 4.2.1 breytist á þann veg að felld er niður lengdarskilgreining um „18 hringi hvor“ og bætt er við greinum 4.2.1.c, 4.2.1.d og 4.2.1.e. Eftir breytingu hljóðar reglan í heild svona:

 

4.2.1 Keppnin skiptist í 30 mínútna tímatökuæfingu og tvær kappaksturslotur.

4.2.1.a Að minnsta kosti 15 mínútna bið skal vera milli lota.

4.2.1.b Keppnisstjóra er heimilt að skipta keppendum í hópa á tímatökuæfingu.

4.2.1.c Báðar kappakstursloturnar skulu vera jafn langar.

4.2.1.d Lengd hvorrar kappaksturslotu skal vera sá fjöldi hringja á brautinni sem skila u.þ.b. 30 mínútna kappakstri fyrir þann flokk ökutækja í henni sem hægast er talinn aka.

4.2.1.e Lengd kappaksturslota skal koma fram í sérreglum.

 

Sjá má keppnisreglurnar hér.

Hringakstur