Blåkläder torfæran á Hellu!

8.5.2017

Þann 13 maí heldur Akstursíþróttanefnd Heklu í samstarfi við Flugbjörgunarsveitina á Hellu Blåkläder torfæruna á Hellu.

Keppnin hefst klukkan 11:00 og þar er um að ræða 1. umferð íslandsmótsins í torfæru 2017

Eknar verða 6 brautir og öllu til tjaldað. 20 keppendur eruskráðir til leiks og munu etja kappi í sandbrekkum, ánni og mýrinni þar til yfir lýkur um klukkan 16:00. Þetta er sport fyrir alla fjölskylduna að horfa á þar sem má sjá veltur, tilþrif og listir eins og torfæruökumönnum einum er lagið.
Aðgangseyrir er krónur 2000 og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Búinn hefur verið til viðburður á facebook þar sem hægt er að finna allar nánari upplýsingar:

Einn af keppendum er torfærugoðsögnin Árni Kópsson sem margir muna eftir. Hann keyrði Heimasætuna fyrir um 30 árum til sigurs í flestum keppnum. Eftir gott gengi til fjölda ára seldi hann bílinn en keypti Heimasætuna svo aftur 2012 og keppti eina keppni og vann. Svo var það í fyrra sem hann keypti hana enn og aftur og tók þátt í Ameríkuför íslenskra ökumanna til Tennessee í Bandaríkjunm. Nú er hann svo skráður til keppni í Blåklëder Torfæruna á Hellu næstkomandi Laugardag og verður gaman að sjá hvort hann eða Heimasætan hafi einhverju gleymt.

Sandbrekkurnar, börðin, áin og mýrin verða efalaust eitthvað að flækjast fyrir þessum köppum.

 

Keppendalistinn

1 Birgir Sigurðsson - doctorinn
2 Ingólfur Guðvarðarson - guttinn reborn
3 Guðbjörn Grímsson - katla turbo
4 þór þormar pálsson - Thor
5 Haukur Birgisson - þeytingur
6 Eðvald Orri Guðmundssson - pjakkurinn
7 Steingrímur Bjarnason - Strumpurinn
8 Sveinbjörn Reynisson - bazooka
9 Ragnar Skúlason - kölski
10 Guðmundur Ingi Arnarsson - ljónið
11 Sigurður Elías Guðmundsson - ótemjan
12 Arnar Elí Gunnarsson - allinn
13 Gestur J. Ingólfsson - draumurinn
14 Aron Ingi svansson - zombe
15 Geir Evert Grìmsson - sleggjan
16 Atli Jamil Ásgeirsson - thunderbolt
17 Valdimar Jón Sveinsson - crash hard
18 Magnús Sigurðsson - kubbur
19 Haukur Einarsson - Hekla
20 Árni Kópsson - Heimasætan