Bíladögum á Akureyri lokið

22.6.2016

Bíladagar á Akureyri eru að verða fastur viðburður fyrir áhugafólk um bíla og akstur. Bílaklúbbur Akureyrar eiga mikinn heiður skilið fyrir gott skipulag og góða skemmtun. Fjölmargir gestir lögðu land undir fót og komu og nutu veðursins og keppnisviðburðanna sem BA bauð upp á Bíladögum Skeljungs 2016. Ein umferð í Íslandsmótinu í sandspyrnu var nú í fyrsta skipti keyrð á Bíladögum, og tókst það vonum framar. Þetta verður vonandi hluti af dagskrá Bíladaga Skeljungs í framtíðinni.

dianadreki1

Aðrar keppnir tókust líka vel. Götuspyrna, Drift, Auto-X, svo við tölum ekki um stórglæsilega bílasýningu sem var í Boganum.

Bílaklúbbur Akureyrar vill koma fram þökkum til allra þeirra sjálfboðaliða sem störfuðu á viðburðum eða komu að skipulagninu þeirra. Án þessa frábæra fólks og öllum þeim fyrirtækjum sem aðstoða væri þetta ekki möguleiki.

Því miður virðast örfáir gestir ekki hafa hagað sér sem skyldi á götum bæjarins. Svona hegðun er ekki ásættanleg og verður að laga eigi bíladagar að halda áfram.