Autosport mótið í Rallycrossi

16.10.2014

Um helgina er ein skemmtilegasta keppnin í rallycross sem haldin verður af Rallycrossdeild AÍH. mikil spenna og eftirvænting er fyrir þessari keppni en hún er haldin 18 október á Akstursíþróttarsvæði AÍH í Kaphelluhrauni í Hafnarfirði.

Keppt verður í 5 flokkum. Mun AÍH endurvekja 2wd krónu flokkinn sem hefur ekki verið keppt í í 3 ár.

24 keppendur eru skráðir í fimm flokka en búast má við mestu spennunni í 2000 Flokk og 4x4 króna. Autosport mótið í Rallycrossi er loka mótið hjá AÍH og verður þetta mest upp á gamanið þar sem þetta er jú nú lokahófs mót. Keppt verður í þremur riðlum og síðan úrslit.

Verðlauna afhending verður síðan á Nauthól um kvöldið og verður miðið stuð.

Keppni hefst kl.13:00 og er miðaverð 1000.kr en frítt er fyrir 12.ára og yngri.

Hér er yfirlit yfir dagskrá keppninar

• kl. 09.00 Svæði opnar
• kl. 09.00 Mæting keppenda og starfsfólks
• kl. 09.30 Skoðun keppnistækja hefst
• kl. 10.00 Mætingafrestur liðinn
• kl. 11.00 Tímatökur hefjast
• kl. 12.00 Tímatökum lokið
• kl. 12.00 Hlé
• kl. 13.00 Ræsing keppni / fyrsti riðill
• kl. 15.00 Hlé í 15-30 mín fyrir úrslitariðil
• kl. 15.30 Úrslitariðlar ca
• kl. 16.30 Lok keppni
• kl. 16.45 Úrslit keppni
• kl. 17.00 Kærufrestur liðinn
• kl. 17.00 Formleg tilkynning úrslita
• kl. 17.00 verðlaunaafhending

10711078_278546892342786_7427197848049306498_n 10710605_10204701303843113_3967800597629804033_n 10685588_10204696528643736_8895630184904036060_n 10670013_10204701304443128_3684663769287105147_n 10660320_10204696530923793_5721055819035259117_n 1924682_10154670380550109_8769575460864619752_n 1455881_10204701306283174_647061244968336491_n