Atkvæðagreiðsla: Akstursíþróttamaður ársins!

18.10.2018

Opnað hefur verið fyrir almenna netkosningu þar sem allir landsmenn geta greitt atkvæði einu sinni. Kosið er um þá keppendur sem keppnisráð útnefndi.

Netkosningu lýkur 27. október 2018, tveimur vikum fyrir Formannafund AKÍS og tveir komast áfram af hvoru kyni.

Úrslit verða birt á verðlaunaaafhendingu meistaratitla sem verður 10. nóvember 2018 í sal ÍSÍ.

Kosning akstursíþróttamanns ársins hefur undanfarin ár verið í nokkuð föstum skorðum með reglum sem samþykktar voru af stjórn AKÍS árið 2014 undir forystu Guðbergs Reynissonar þáverandi formanns.