Blað var brotið í ástralskri rallýsögu á síðasta ári þegar Molly Taylor varð fyrst kvenna til að vinna ástralíumeistaratitilinn ásamt aðstoðarökumanni sínum Bill Hayes. Háðu þau harða baráttu allt fram á síðustu sérleið við þá Evans og Simons sem leitt höfðu mótið allt árið. Skildu einungis fimm stig áhafnirnar að fyrir síðustu keppni en eftir lokaumferð höfðu sætaskipti orðið, Taylor og Hayes stóðu uppi sem ástralíumeistarar með 3 stiga mun. Nánar má lesa um keppnina á vef FIA www.fia.com/news/molly-taylor-becomes-first-female-australian-rally-champion
Nú í ár hafa þrjár umferðir verið eknar í ástralíumótinu. Eru þau Taylor og Hayes í öðru sæti en eftir er að aka tvær umferðir. Ómögulegt er að segja til um lokaúrslit en hægt er að fylgjast með hér www.rally.com.au/2017-calendar-results--point-score.html