Ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag.

19.3.2022

Tíunda ársþing Akstursíþróttasamband Íslands fór fram í dag.

Framboð til formanns barst frá Helgu Katrínu Stefánsdóttur og var hún þá sjálfkjörin.

Í stjórn var  kjörin til næstu tveggja ára þeir Halldór Viðar Hauksson, Aðalsteinn Símonarson, Halldór Jóhannsson.

Í varastjórn voru kosnir Jóhann Egilsson, Sigurjón Andersen, og Sigfús B Sverrisson

Í stjórn sitja áfram þau Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Baldvin Hansson, Hanna Rún Ragnarsdóttir.

Á þingið mættu kjörmenn frá níu íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir.

Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Hafsteinn Pálsson sem gengdi einnig starfi þingforseta.

Samþykktar voru nokkrar lagabreytingar  ásamt voru til umræðu reglugerðir um keppnishald, regluráð.