Ársþing AKÍS 2020

18.5.2020

Ársþing AKÍS var haldið 16. maí 2020.

Framboð til formanns bárust frá Tryggva M. Þórðarsyni og Helgu Katrínu Stefánsdóttur.

Helga Katrín Stefánsdóttir var kjörin til formanns með 20 atkvæðum gegn 5.

Í stjórn voru kjörin til næstu tveggja ára þeir Árni Gunnlaugsson, Fylkir Jónsson og Stefán Örn Steinþórsson.

Í stjórn sitja áfram Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir, Ragnar Róbertsson og Baldvin Hansson.

Í varastjórn voru kosnir Aron Steinn Guðmundsson, Kristinn Snær Sigurjónsson og Sigurbergur Eiríksson í þeirri röð.

Á þingið mættu kjörmenn frá níu íþróttafélögum sem stunda akstursíþróttir.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hafsteinn Pálsson, sem einnig gegndi starfi þingforseta.

Samþykktar voru nokkrar breytingar á lögum AKÍS ásamt því að lögð voru fyrir og rædd innsend mál. Þar má helst nefna reglugerð um öryggisnefnd, reglugerð um keppnisráð, kosning akstursíþróttamanns ársins auk afreksstefnu AKÍS 2020-2025.