Nafn: Emelía Rut Hólmarsdóttir Olsen
Aldur og fjölskylduhagir: Ég er 19 ára, fædd árið 1998. Ég er í sambúð með Ragnari Bjarna Gröndal og á ég eina stjúpdóttir Emelía Ósk Ragnarsdóttir
Skóstærð? Ég nota skóstærð 39
Hvað er uppáhaldsmaturinn þinn? Það sem stendur hæðst uppúr er Svínahamborgarahryggur með karamelluðum kartöflum (Jólasteikin)
Hver er mesti styrkleiki þinn? Hjartahlý, sjálfstæð, alltaf farið mínar leiðir
Hver er stærsti veikleiki þinn? ég á það til að vera óþolinmóð
Hvers vegna rallý? Akstursíþróttir og bílar hafa alltaf verið áhugamál svo lengi sem að ég hef munað, áhuginn gerir lítið annað en að aukast. Þetta er einhvað sem að mig hefur alltaf langað til að prófa. Fyrir rúmu ári síðan þá ákváðum ég og maðurinn minn að skella okkur saman í þetta, Hann hafði verið að keppa áður í rally og á ófáa titlana í Rallycrossi. Við erum Big Red Racing team, við urðum Íslandsmeistarar í ab-varahluta flokk 2017 og festum við kaup á nýjum öflugri bíl í lok tímabils. Nánar má fylgjast með liðinu á facebook-síðunni www.facebook.com/bigredracingteam/
Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? Ég á mér ekkert uppáhalds jólalag, er ekkert mikið fyrir þau
Hvernig myndi versti óvinur lýsa þér? Hörð í horn að taka