34. alþjóðarallið á Íslandi - Rally Reykjavik 2013

28.8.2013

Í gær fór fram skoðun keppnisbifreiða og sluppu allar í gegnum nálarauga, þó að sumir þurfi aðeins að sinna smáatriðum til að fá að hefja keppni.

Rally Reykjavik er eins og áður stærsta rallkeppnin á Íslandi og hefst frá miðbakka við Reykjavíkurhöfn kl. 16:00 á morgun 29. ágúst og lýkur laugardaginn 31. ágúst kl. 15:00 á sama stað.

Rallinu er skipt í fjóra leggi yfir þessa þrjá daga og er heildarvegalengdin sem ekin er rétt yfir 1000km, þar af 264km á sérleiðum, þar sem hin raunverulega keppni fer fram. Stutt útskýring á ralli er að keppt er á sérleiðum, þar sem fengin er undanþága frá hámarkshraða, vegi lokað fyrir almennri umferð og honum breytt í einstefnuakstursgötu. Á milli þessara sérleiða skal aka eftir umferðarreglum.

Auk þess að vera hluti af Íslandsmótinu í rallakstri, þá er nú í fyrsta sinn keppt um svokallaðan FIA-NEZ Icelandic Challange Cup, en þátttakendur eru þeir sem eru skráðir í jeppaflokk. Hver leggur í rallinu er þá orðinn að sérstakri keppni og stig reiknuð fyrir hvern legg. Sá sem er með flest stig sigrar. Til glöggvunar þá stendur FIA-NEZ fyrir FIA North European Zone og er samtök akstursíþróttasambanda Norðurlandanna, Eystrasalts þjóðanna ásamt Rússlandi.

Sérstök áhorfendaleið er um Glaðheima-svæðið í Kópavogi, en ekið er í tvígang um svæðið bæði fimmtudagskvöld (18:25 og 19:10) og föstudagskvöld (19:30 og 20:15).

Stöðuna í rallinu má fá á þessu netfangi hér: http://www.tryggvi.org/rallytimes/index.php?RRComp=32&RRAction=4

Hér er staðan beint:

Það er RSS straumur frá fréttum keppninnar á: rallyreykjavik.net/feed

Vakni einhverjar spurningar - þá má hringa í neðangreint númer eða 617-8300 þar sem Jón Þór svarar.