Umsögn AKÍS: Frumvarp um stofnun Hálendisþjóðgarðs

1.2.2021

Akstursíþróttasamband Íslands hefur sent inn umsögn um frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um stofnun Hálendisþjóðgarðs.

AKÍS hvetur til ábyrgrar umgengni keppenda um landið og hefur ávallt unnið í góðu samstarfi við yfirvöld um keppnishald. Þannig er sambandið sérstaklega tilgreint í reglugerð dómsmálaráðherra um akstursíþróttir, 507/2007 með síðari breytingum.

Flestar keppnir eru haldnar á afmörkuðum þar til gerðum svæðum. Helsta undantekningin er rally, þar sem þjóðvegir og sýsluvegir gegna hlutverki íþróttamannvirkja. Þeir vegir sem eiginleg keppni fer fram eru ávallt lokaðir öðrum vegfarendum á meðan.

Margar af mest notuðu keppnisleiðum í rally lenda innan fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Þar má nefna leiðir sem allir þekkja: Dómadalur, Bjallarhraun, Heklu, Mælifellsdal og fleiri.

Umsögn AKÍS má lesa hér og allar umsagnir um málið á vef Alþingis.