Hólmavíkurrallý 2017 – Dagskrá

14.6.2017

Hólmavíkurrallý fer fram 1. júlí 2017.  Keppnin fer fram, eins og nafnið gefur til kynna, í nágrenni Hólmavíkur, sjá meðfylgjandi tímamaster.  Tímamaster er birtur með fyrirvara um leyfi en endanlegt leyfi fyrir keppninni er ekki komið í hús.

Leiðarskoðunarbann
Athygli er vakin á að leiðirnar eru nú ófærar, ýmist vegna snjóa eða aurbleytu en veturinn hopar fljótt og því er engin ástæða til að ætla annað en að þær verði í mjög góðu ástandi fyrir keppni.  Fyrir vikið er öll leiðarskoðun óheimil en keppnisstjórn mun gefa út frávik frá þessari reglu skömmu fyrir keppni.  Það frávik sem gæti komið til er að leiðarskoðun verði heimil föstudaginn fyrir keppnina, daginn fyrir keppnina.  Ekki reikna með þessu en ekki útiloka það heldur.

Athugið að aukasérleið gæti bæst við, unnið er að áhorfendaleið en of snemmt er að segja til um þetta að svo stöddu.

Dagskrá (Drög). Endanleg dagskrá verður birt sunnudaginn 18. júní.

18.jún Dagskrá birt
18.jún Skráning hefst, hlekkur á skráningu verður í dagskrá
25.jún kl. 22:00 lýkur skráningu.  Keppendur geta þó enn skráð sig gegn 15.000 kr aukagjaldi með samþykki keppnisstjóra.
28.jún Keppnisskoðun, staðsetning og tími auglýst í endanlegri dagskrá.
30.jún Dagskrá birt síðar, hér er átt við leiðarskoðun ef hún verður leyfð.
1.júl Keppni hefst kl: 08:00, staðsetning auglýst síðar
1.júl Keppni lýkur kl 15:33, kærufrestur hefst og úrslit birt í framhaldi af því.