Hvað er andlegur styrkur?

6.6.2014

Miðvikudaginn 11. júní kl.12:00-13:30 mun Dr. Robert S. Weinberg prófessor í íþróttasálfræði flytja fyrirlestur í Lögbergi stofu 101 í Háskóla Íslands.

Fyrirlesturinn ber heitið Hvað er andlegur styrkur og hvernig er hægt að auka hann? (Mental Toughness: What is it and how can it be built?).
Weinberg er einn virtasti vísindamaður heims á sviði íþróttasálfræði og eftirsóttur fyrirlesari á alþjóða-vettvangi. Hann hefur unnið með fjölda íþróttafólks í fremstu röð, m.a. fyrir bandaríska Ólympíusambandið.

Þeir sem þjálfa íþróttafólk, sinna stjórnunarstörfum sem miða að bættum árangri, íþróttafólk og sálfræðingar eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Fyrirlesturinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.

weinberg_flyer