Dagskrá
Opinber upplýsingatafla keppninnar er www.bikr.is
5. okt Dagskrá og tímamaster birt og skráning opnar.
11. okt Skráningu lýkur kl 22:00
12. okt Rásröð birt á www.bikr.is
15. okt Keppnisskoðun í Tékklandi Borgartúni 24 kl. 17:30
16. okt Keppendur mæti við upphaf fyrstu sérleiðar hálftíma fyrir ræsingu, leiðin verður ekin í halarófu eftir keppnisstjóra svo keppendur geti áttað sig á þrengingum o.fl.
17. okt Keppendur mæti við upphaf þriðju sérleiðar tímanlega fyrir ræsingu.
17. okt Keppni lýkur, samansöfnun verður auglýst síðar, úrslit verða birt á upplýsingatöflu.
Kærufrestur hefst og skal skila kærum til keppnisstjórnar innan kærufrests, staðsetning kynnt síðar.
17. okt Verðlaunaafhending verður á veitingastaðnum SPOT klukkan 21:15
17. okt Síðasta sérleið sumarsins mun fara fram á SPOT. Enginn maxtími er á þessari sérleið og engar refsingar gefnar fyrir DNF en DNS verður litið hornauga.
Keppendur athugið: Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að ráðstafa sæti aðstoðarökumanns á innanbæjarleiðum í Hafnarfirði. Komi mótbárur við því munu þær leiðar ekki telja tíma í keppninni og einungis þarf að hefja þær. En vonandi geta keppendur unað þeirri kröfu keppnisstjórnar.