Verðlaunaafhending meistaratitla akstursíþrótta fór fram í fundarsal ÍSÍ 9. nóvember 2019.
Krýndir voru íslandsmeistarar í öllum greinum akstursíþrótta.
Eftir tilnefningar frá keppnisráðum einstakra greina og netkosningu kaus Formannafundur AKÍS eina konu og einn karl sem Akstursíþróttamenn ársins.
Akstursíþróttakona ársins 2019– Guðríður Steinarsdóttir - BA
Akstursíþróttamaður ársins 2019 – Steingrímur Bjarnason - TKS
Þessi tvö eru tilnefnd af AKÍS til kjörs íþróttamanns ársins 2019.
| Grein | Nafn | Félag |
| Drift - Götubílaflokkur | Ragnar Már Björnsson | KK |
| Drift - Minni götubílar | Krzysztof Kaczynski | KK |
| Drift - Opinn flokkur | Birgir Sigurðsson | KK |
| GoKart | Gunnlaugur Jónasson | KK |
| Rally – Aðstoðarökumenn AB Varahlutaflokkurinn | Guðni Freyr Ómarsson | BÍKR |
| Rally – Aðstoðarökumenn flokkur B | Heimir Snær Jónsson | BÍKR |
| Rally – Aðstoðarökumenn heildin | Heimir Snær Jónsson | BÍKR |
| Rally – Ökumenn AB Varahlutaflokkurinn | Jósef Heimir Guðbjörnsson | BÍKR |
| Rally – Ökumenn flokkur B | Baldur Arnar Hlöðversson | BÍKR |
| Rally – Ökumenn heildin | Baldur Arnar Hlöðversson | BÍKR |
| Rallycross – Unglingaflokkur | Arnar Már Árnason | AÍH |
| Rallycross – 1000 flokkur | Kristófer Daníelsson | BA |
| Rallycross – 2000 flokkur | Ragnar Magnússon | AÍFS |
| Rallycross – 4X4 Non Turbo | Trausti Guðfinnsson | AÍH |
| Rallycross – Opinn flokkur | Vikar Karl Sigurjónsson | AÍFS |
| Kvartmíla - OF | Stefán Hjalti Helgason | KK |
| Kvartmíla - TS | Svanur Vilhjálmsson | KK |
| Kvartmíla - ST | Ingimar Baldvinsson | KK |
| Kvartmíla - SS | Bjarki Hlynsson | KK |
| Götuspyrna - 6 cyl | Tómas Karl Benediktsson | BA |
| Götuspyrna - 8 cyl standard | Stefán Örn Steinþórsson | BA |
| Götuspyrna - 8 cyl + | Kristján Skjóldal | BA |
| Götuspyrna - Jeppar | Jóhann Björgvinsson | BA |
| Sandspyrna – Jeppar | Steingrímur Bjarnasson | TKS |
| Sandspyrna – Útbúnir jeppar | Kristján Stefánsson | KK |
| Sandspyrna – Opinn flokkur | Valur Jóhann Vífilsson | KK |
| Tímaat – Götubílar | Pétur Wilhelm Jóhannsson | KK |
| Tímaat – Breyttir götubílar | Hilmar Gunnarsson | KK |
| Hermikappakstur | Jónas Jónasson | KK |
| Torfæra – Sérútbúnir | Þór Þormar Pálsson | BA |
| Torfæra – Götubílar | Steingrímur Bjarnason | TKS |
Guðríður Ósk Steinarsdóttir er 25 ára Reykjavíkurmær. Hún starfar hjá BL og er nemi í bílamálun. Hún hóf að keppa í 1000 flokki í rallycrossi haustið 2018.
Hún er því á fyrsta ári og það í fjölmennasta flokknum, og klárar þar í öðru sæti til Íslandsmeistara.
Guðríður Ósk er systir Alexanders Más sem hefur um langt skeið keppt í torfæru og rallycrossi, og er hann hennar hornsteinn í þessum keppnum.
Hún hefur sýnt hörkuakstur og kemur vel fyrir og er sporti sínu til sóma, og á klárlega heima á þessum lista yfir tilnefningu á akstursíþróttakonu ársins.
Steingrímur Bjarnason náði þeim frábæra árangri í sumar að verða íslandsmeistari í tveimur greinum, götubíla flokk í torfæru ásamt því að vinna jeppaflokk í sandspyrnu á fullu húsi stiga.
Steingrímur á gríðarlega margar keppnir að baki ásamt mörgum sigrum og tilþrifaverðlaunum.
Steingrímur endurtók leikinn frá því fyrir 10 árum síðan þar sem hann varð einnig Íslandsmeistari í sömu greinum.