Verðlaunaafhending Meistaratitla 2016

24.10.2016

verdlaunaafhending2016

Verðlaunaafhending meistaratitla verður haldin í fundarsal ÍSÍ Engjavegi 6 laugardaginn 5. nóvember kl. 16:00.

Veitt verða rúmlega 20 verðlaun til íslandsmeistara 2016 og tilkynnt um val á akstursíþróttamanni ársins einni konu og einum karli og þeim afhentir farandbikarar .

Lokahóf AKÍS verður með fjölskylduvænum hætti að þessu sinni. Boðið verður upp á gos og snakk.

Þetta er upplagt tækifæri til að gleðjast saman og hitta akstursíþróttafólk úr öllum greinum!