Úrslit úr lokaumferð íslandsmótsins í kvartmílu

2.9.2013

Eftir leiðinda veður fyrir hádegið fór að rætast úr veðrinu og stefndi allt í fína keppni.

Þegar brautin var tilbúinn til aksturs kom upp bilun í brautinni sem tók smá tíma að laga.
Eftir að við komumst í veg fyrir þessa bilun var æfing og tímataka keyrð með hraði og keppni hófst um 14:40
kk-lok
Keppnin var stór skemmtileg og gekk mjög vel fyrir sig þar til að 2 ferðir voru eftir af keppinni,  þá hætti brautin alveg að virka og því miður gátu starfsmenn KK ekki komið henni aftur í gang.
Voru úrslit í HS og TD flokki látin ráðast af einni ferð vegna bilunarinnar.
Úrslit keppninnar voru svo hljóðandi:
MC flokkur
1. Auðunn Jónsson
2. Björn Gíslason
OF flokkur
1. Leifur Rósenberg
2. Finnbjörn Kristjánsson
HS flokkur
1. Kjartan Kjartansson
2. Kristján Stefánsson
GF flokkur
1. Kristinn Rúdolfsson
TD flokkur
1. Jóhann Kjartansson
2. Axel Darri Þórhallsson
B flokkur
1. Davíð Örn Ingasson
2. Friðrik Jón Stefánsson
G- Flokkur
1. Ragnar Már Björnsson
2. Svanur Hólm Steindórsson
Kvartmíluklúbburinn óskar öllum keppendum til hamingju með árangur dagsins
Þetta var lokamót sumarsins og af því tilefni þakkar stjórn KK öllum keppendum, starfsfólki og áhorfendum fyrir frábært sumar, þrátt fyrir að veðrið hafi verið að stríða okkur.
Næst á dagskrá hjá klúbbnum eru æfingar á laugardögum í september ef hægt verður að finna bilunina í brautinni.  Nánari upplýsingar um þessar æfinga verða birtar á heimasíðu kvartmíluklúbbsinswww.Kvartmila.is