Úrslit: Sauðárkróksrallý 2020

28.7.2020

Gunnar Karl Jóhannesson og Ísak Guðjónsson sigruðu heildina í Sauðárkróksrallinu 25. júlí 2020 ásamt því að vinna B flokkinn. Baldur Arnar Hlöðversson og Heimir Snær Jónsson náðu öðru sæti og Daníel Sigurðarson ásamt Eriku Evu urðu í þriðja sæti ásamt því að vinna A flokkinn.

Ívar Örn Smárason og Einar Hermannsson unnu AB-varahlutaflokkinn.

Guðmundur Snorri Sigurðsson og Magnús Þórðarson unnu Jeppaflokkinn.

Hjörtur Pálmi Jónsson og Guðni Freyr Ómarsson voru einu keppendurnir í eindrifsflokki.

Nánari úrslit úr Sauðárkróksrallinu.

Staðan í Íslandsmeistaramótinu í rally 2020.

 

Drónamyndband

Fleiri myndir