Tryggingaviðaukar

13.6.2013

Þegar skráð ökutæki fer út fyrir ramma umferðarlaga þarf sérstakan viðauka fyrir æfingar og keppni eins og kemur fram í verklagsreglum lögreglu.

Í Reglugerð um akstursíþróttir nr. 507/2007 segir:
"Ökutæki sem taka þátt í aksturskeppni skulu ábyrgðartryggð sérstaklega vegna þeirrar áhættu sem í keppni felst."

Þarna er verið að vísa í svokallaðan "tryggingaviðauka".

Öll skráð ökutæki í keppni eða æfingum VERÐA að hafa tryggingarviðauka, annars gætu eigendur átt á hættu að verða endurkrafðir um bætur eða tjón verði ekki að fullu bætt.

Tryggingarviðaukinn staðfestir að trygging ökutækis gagnvart þriðja aðila sé gild meðan á keppni, æfingu eða sýningu stendur. Ef ekki er sérstaklega greint frá öðru, þá er slysatrygging ökummanns og framrúðutrygging ökutækisins undanskilin með útgáfu tryggingaviðaukans

Sum tryggingarfélög árita tryggingaskírteini með heimild til að stunda akstursíþróttir. Slík áritun er sambærileg við tryggingaviðauka.

Nokkuð hefur borið á því að starfsmenn tryggingafélaga neita að gefa út viðauka fyrir ökutæki sem skráð eru sem fornbílar, eða krefjast óeðlilega mikils gjalds fyrir. Keppendur á fornbílum er bent á að velja það tryggingarfélag sem býður upp á betri kjör.

Kannist starfsmaður tryggingafélags ekki við tryggingaviðauka eða vilji ekki gefa hann út ætti að biðja viðkomandi að hafa samband annað hvort við aðallögfræðing félagsins eða þá eftirtalda aðila innan hvers tryggingafélags:

  • Sjóvá: Arndór Hjartarson
  • TM: Kjartan Vilhjálmsson, Einar Þorláksson og Valgeir Pálsson
  • Vörður: Bjarni Ólafsson og Sigurður Óli Kolbeinsson
  • VÍS: Hildur Jóna Þorsteinsdóttir

Sjá nánar:
Reglugerð um akstursíþróttir nr. 507/2007
http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/aa0d47377abc977400256a090053ff91/bf3aa3102e138655002572f4004b107c?OpenDocument&Highlight=0,507%2F2007

Verklagsreglur fyrir akstursíþróttir og aksturskeppnir í samræmi við reglugerð nr. 507/2007
http://logreglan.is/upload/files/20080407155251413.pdf