Torfærunámskeið

10.11.2014

Kæru keppendur,aðstoðarmenn og starfsfólk keppna síðasta árs.

Nú er komið að því að við skerpum á þekkingu okkar á Reglum í torfæru. Við í Torfæraráði ætlum að halda námskeið þann 22. Nóv n.k kl 15:00 á Café Catalinu í Hamraborg 11 í Kópavogi

Á þessu námskeið munum við fara yfir nýjustu reglurnar, hvaða breytingar eru í gangi,hvernig brautarteiknar og öryggisbúnaður er. Við viljum að allir sem hafa verið í lykilstöðum á síðasta ári mæti og og fari yfir þetta með okkur þannig að allir séu á sömu blaðsíðu á næsta keppnisári til að gera næsta ár enn betra.

Allir sem ætla að halda keppni eða keppa  á næsta ári ættu að minnsta kosti að senda 1 fulltrúa á þetta námskeið.

Við ætlum að hafa svo hitting á SPOT um kvöldið þar sem við munum sjá gömul video af torfæruni.

Hlökkum til að sjá ykkur á laugardaginn 22 nóv.

Fyrir hönd torfæruráðs.

Helga Katrín Stefánsdóttir

S:861-7664