Driftdeild AÍH og Team Wild Dogs Drifting kynna:
STÆRSTI Driftviðburður ársins 2015!
Drift er það mótorsport sem stækkar hvað örast af öllum mótorsportum í heiminum, og er það ekki að ástæðulausu enda mjög áhorfendavænt. Hraði, reykur, hávaði og spól einkenna sportið en nú um þessar mundir er það í stórsókn á Íslandi.
Við hjá Driftdeild AÍH ásamt fleirum höfum fengið hingað til lands keppnislið í drifti frá Danmörku skipað Íslendingum. Saman eiga þeir feðgar Atli Odinsson og Odinn Hauksson fullsmíðaðan keppnisdriftbíl af gerðinni Toyota Supra sem áætluð er um 700 hestöfl. Þeir léku listir sínar ásamt flottum hópi íslenskra ökuþóra föstudagskvöldið 24 júlí 2015 á Aksturssvæði AÍH (Rallycross Brautin).
Svæðið opnaði kl 19:00 og var bílasýning til hliðar við brautarakstur allan tímann.
Aksturssvæði okkar AÍH-manna er best búna svæði landsins fyrir sportið, og er mikið notað af alls kyns keppnistækjum.
Kynnir kvöldsins var enginn annar en Ólafur Ásgeir útvarpsmaður FM957!
Leiðbeiningar hvernig komast skal upp á braut :
Beygt er út af Reykjanesbraut rétt áður en komið er að Álverinu í Straumsvík (rétt eftir sé ekið frá Keflavík.) þá er veginum fylgt til vinstri þangað til að komið er að hringtorgi og er farinn annar útgangur á því og haldið áfram þangað til komið er að skilti sem er merkt akstursvæði AÍH ( einnig þekkt sem gamla rallýcross brautin.) "