Slys í torfærukeppni á Akranesi

11.6.2016

Í torfærukeppni í Akrafjalli í dag, 11. júni 2016, varð það óhapp að keppnisbifreið rakst harkalega utan í ljósmyndara sem féll fram fyrir sig þannig að andlitið skall í jörðina. Félagar í Flugbjörgunarsveitunum á Hellu og Akranesi sinntu bráðagæslu á svæðinu og brugðust skjótt við. Í samræmi við vinnureglur var ljósmyndarinn fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi til athugunar og aðhlynningar. Við myndatöku kom í ljós að kinnbein ljósmyndarans var brotið og var gert að því í framhaldinu. Í samtali við ljósmyndarann síðla dags kom í ljós að líðan var góð eftir atvikum - og stefnt að því að mæta til myndatöku á næstu torfærukeppni á Egilsstöðum þann 2. júlí næstkomandi.